fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Pressan

Harðar sóttvarnaaðgerðir í Sydney vegna Deltaafbrigðis kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 06:10

Kórónuveiran er í mikilli sókn í Ástralíu þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales ríkis í Ástralíu, tilkynnti á hádegi í dag, að áströlskum tíma, að gripið verði til harðra sóttvarnaaðgerða í hluta Sydney, sem er fjölmennasta borg landsins, vegna Deltaafbrigðis kórónuveirunnar.  Verða íbúar í hluta borgarinnar beðnir um að halda sig heima næstu sjö dagana og jafnvel lengur ef þörf þykir.

„Við viljum ekki vera í þessari stöðu í margar vikur. Við viljum gjarnan binda enda á þetta ástand og það getur ekki gengið nægilega hratt fyrir sig,“ sagði Berejiklian.

Sextíu manns hafa greinst með kórónuveiruna í Sydney á síðustu dögum eftir að borgin hafði verið smitlaus um langa hríð.

Þessi staðbundni faraldur er sá nýjasti í röð staðbundinna faraldra í ríkjum landsins á undanförnum mánuðum. Yfirvöld hafa því víða þurft að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða. Má þar nefna að í Melbourne var gripið til slíkra aðgerða í skamman tíma í maí.

Aðgerðirnar í Sydney gilda í fjórum hverfum, þar á meðal miðhluta borgarinnar og austurhlutanum en á þessum svæðum búa um fimm milljónir manna. Fyrr í vikunni var íbúum borgarinnar bannað að yfirgefa hana til að koma í veg fyrir að veiran berist út fyrir borgina. Borgarbúar þurfa nú að nota andlitsgrímur víða, til dæmis í verslunum, almenningssamgöngufyrirtækjum og líkamsræktarstöðvum.

Faraldurinn er rakinn til ökumanns lúxusbifreiðafyrirtækis sem sá um að aka útlendum flugáhöfnum til og frá sóttvarnahótelum borgarinnar.

Áströlum hefur gengið vel í baráttunni við veiruna. Rúmlega 25 milljónir búa í landinu. Þar hafa um 30.000 smit greinst frá upphafi faraldursins og 910 hafa látist af völdum COVID-19. Víðast hvar er lífið komið í eðlilegt horf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans