fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Lifði af 3.000 kílómetra ferð með þreföldum morðingja

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 06:59

Oen þegar hann rændi Laura. Mynd:North Bend Oregon Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fór Laura Johnson, 34 ára, í hádegisverðarhlé en hún starfar í íþróttavöruverslun í Oregon í Bandaríkjunum. Hún var rétt komin út á bílastæðið við verslunina þegar karlmaður beindi skammbyssu að henni. „Sestu inn og keyrðu,“ sagði hann ískaldur. Þetta var upphafið að 3.000 kílómetra ökuferð um fimm ríki Bandaríkjanna.

The Washington Post skýrir frá þessu. Sá sem beindi byssunni að Laura heitir Oen Evan Nicholson og er hann þrítugur. Síðasta föstudag var handtökuskipun gefin út á hendur honum í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Hann var grunaður um að hafa myrt föður sinn í hjólhýsi við Mill Casino. Hann stal síðan bíl föður sína og lagði á flótta. Á leiðinni út af tjaldsvæðinu ók hann á eldri hjón. Anthony Oyster, 74 ára, lést samstundis en eiginkona hans liggur þungt haldin á sjúkrahúsi.

Frá tjaldsvæðinu ók Oen til Herbal Choices Marijuana dvalarstaðarins en þar er kannabis selt. Þar skaut hann Jennifer L. Davidsen, 30 ára, til bana. Lögreglan veit ekki hvort þau tengdust eða af hverju Oen skaut hana.

Þegar hér var komið við sögu var lögreglan í Oregon búin að lýsa eftir honum en hún hafði ekki hugmynd um hvert hann ætlaði og hófst því mikil leit að honum.

Oen. Mynd:North Bend Oregon Police Department

Vinnufélagar Laura tilkynntu um hvarf hennar daginn eftir að hún hvarf en hún hafði ekki skilað sér aftur og svaraði ekki í símann sinn.

Klukkan sex að morgni síðasta sunnudags gekk Oen inn á lögreglustöð í Wisconsin og gaf sig fram við lögregluna. Skömmu síðar fannst Laura og amaði ekkert að henni líkamlega en að vonum hafði ferðin tekið á hana andlega.

„Hún taldi hann á að gefa sig fram,“ hefur KEZI eftir Dennis Johnson, föður hennar en þá höfðu þau lagt um 3.000 kílómetra að baki.

Oen er í gæsluvarðhaldi og á yfir höfði sér ákæru fyrir þrjú morð, tilraun til manndráps, líkamsárás, mannrán og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau