fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Yfirlýsingin um hótanir í garð fjölskyldna á Íslandi vakti óhug margra – „Það klikkar enginn á þá frétt“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 08:46

©Anton Brink © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti óhug margra þegar yfirlýsing frá Knattspyrnusambandi Íslands barst í vikunni þess efnis að ítrekaðar hótanir í garð knattspyrnudómara væru hér á landi. Einnig kom fram að fjölskyldur dómara hafi fengið sendar hótanir eftir leiki og vakti sú staðreynd óhug hjá mörgum.

Málið var til umræðu í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gær. „Þetta var berorð og hvöss yfirlýsing, hræðilegt eins og þetta er. Að fjölskyldum dómara sé hótað, ég las þetta og varð smá hugsi,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu um málið.

Í yfirlýsingunni kom fram að virðing gagnvart dómurum væri ekki næg. Benedikt telur að fjölmiðlar beri þar stóra ábyrgð. „Það er líka talað um starfsaðstöðuna, það er víða pottur brotinn. Ég held að enginn af þeim sem tala um fótbolta, ég efast um að nokkur hafi dómararéttindi. Samt er spurningin alltaf til þjálfara um það hvernig fannst þér dómarinn? Eigum við ekki bara að sleppa því? Ef þjálfarinn vill tala um dómarann er það í lagi, þetta er komið út í vitleysu. Við þurfum að snúa við, dómarar eru hluti af leiknum en hvað ætlarðu að gera ef enginn vill dæma?,“ sagði Benedikt sem blöskrar ástandið.

Hörður Snævar Jónsson stjórnandi þáttarins tók þá til máls. „Ég get skilið að dómarar eins og leikmenn fái einhver köll úr stúkunni um að þeir séu fífl eða eitthvað í þeim dúr. Það er í lagi, það er búið að flauta til leiksloka og allt siðmenntað fólk gengur af velli og leikurinn er búinn.“

„Við erum á rangri leið,“ sagði Benedikt og kom svo með sögu frá Dalvík á sunnudag þar sem hann fór að horfa á leik KA og Vals.

„Við fórum nokkrir Valsarar á Dalvík, það var frábær leikur í alla staða. Hart barist, þegar leikurinn var búinn þá hugsaði ég að Helgi Mikael (Dómari leiksins) var með allt rétt. Öllu stóru atriðin rétt, öll litlu nánast líka. Ég veit það alveg sjálfur, fréttin um að Helgi Mikael hafi dæmt óaðfinnanlega og gefum honum 10. Það klikkar enginn á hana, en sjáðu atvikið sem Helgi Mikael missti af selur,“ sagði Benedikt sem kallar eftir breyttum vinnubrögðum fjölmiðla í garð dómara.

ÚR yfirlýsingu KSÍ
Undanfarnar vikur hafa borist of margar fréttir og frásagnir af miður fallegri framkomu í garð knattspyrnudómara. Áreiti og ógnandi tilburðir hafa sést í leikjum og eftir leiki. Dómurum hefur verið hótað vegna ákvarðana þeirra, og það hefur jafnvel gerst að hótanir berist fjölskyldu dómara eftir leik! Nú er mál að linni. Þetta verðum við að stöðva og við þurfum að gera það í sameiningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans