fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Tvær lyfjaverksmiðjur fá leyfi til að framleiða bóluefni Pfizer gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 07:00

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær lyfjaverksmiðjur, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Sviss, fengu í gær leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar, EMA, til að framleiða bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni.

Önnur verksmiðjan er í Reinbek í Þýskalandi en hin er í Stein í Sviss. Þýska lyfjafyrirtækið Allergopharma á verksmiðjuna í Reinbek og Novartis þá í Stein. Verksmiðjurnar munu annast mismunandi hluta af framleiðsluferlinu.

EMA reiknar með að verksmiðjurnar muni leggja sitt af mörkum til að sjá ríkjum ESB fyrir áframhaldandi skömmtum af bóluefninu frá Pfizer/BioNTech.

Í fréttatilkynningu frá EMA kemur fram að Framkvæmdastjórn ESB þurfi ekki að leggja blessun sína yfir leyfin og því sé hægt að hefja framleiðslu samstundis í verksmiðjunum. Ekki kemur fram hvaða áhrif þetta hefur á magn þess bóluefnis sem verður afhent til Evrópuríkja.

Þann 1. júní mælti EMA með því að Pfizer fengi heimild til að auka við bóluefnaframleiðslu sína í verksmiðju fyrirtækisins í Puurs í Belgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri