fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Heimir Hallgrímsson á ferð og flugi – Á leið til Katar að pakka í töskur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 17:00

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjaftasögurnar um Heimi Hallgrímsson og framtíð hans í þjálfun hafa verið á milli tannana á fólki síðustu daga og vikur. Heimir lét af störfum sem þjálfari Al-Arabi í Katar á dögunum.

Heimir er eitt af óskabörnum þjóðarinnar eftir árangur sinn sem þjálfari íslenska landsliðsins, fyrst á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 með Lars Lagerback og síðan var hann einn með liðið sem fór á Heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018.

Heimir hefur síðan þá starfað í Katar en kaus að róa á önnur mið eftir tvö og hálft ár í starfi hjá Al-Arabi.

433.is hefur fengið nokkrar ábendingar í dag um að Heimir hafi sést í Kaupmannahöfn í morgun, var hann þar á leið í tengiflug samkvæmt heimildarmanni 433.is.

433.is hefur svo fengið það staðfest að Heimir sé á leið til Katar en það er aðeins til þess að pakka í töskur og ganga frá íbúðinni sem hann hafði á meðan hann stýrði Al-Arabi.

Óvíst er hvaða skref Heimir tekur á þjálfaraferli sínum en kjaftasögur hafa verið á kreiki um áhuga liða í Katar, í Sviss og í fleiri löndum á þessum eftirsótta þjálfara.

Ljóst er að hann mun ekki hafa Freyr Alexandersson sem aðstoðarmann áfram en Freyr réð sig til starfa hjá Lyngby í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi