fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Harkaleg mótmæli verða til þess að þetta verður ekki næsti stjóri Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. júní 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Everton eru hættir við að ráða Rafa Benitez sem stjóra félagsins. Kröftug mótmæli stuðningsmanna félagsins fyrir helgi urðu til þess.

Stuðningsmenn Everton voru flestir verulega ósáttir með þá hugmynd félagsins um að ráða Benitez til starfa sem knattspyrnustjóra félagsins.

Benitez hafði verið í viðræðum við Everton síðustu daga um að taka við Everton, sú staðreynd að Benitez var áður stjóri Liverpool fór verulega í taugarnar á stuðningsmönnum Everton. Erkifjendurnir elda oft grátt silfur saman og hefur Benitez meðal annars kallað Everton, lítið félag.

Mótmælt var all hressilega fyrir utan Goodison Park fyrir helgi og borðar hengdir upp, á einum þeirra stendur. „Farðu til fjandans feita Kop kunta,“ og er það vísun í The Kop stúkuna á Anfield.

Eftir vel heppnaða dvöl hjá Liverpool hefur Benitez verið á flakki og leikstíll hans oftar en ekki mikið gagnrýndur.

Everton leitar að stjóra eftir að Carlo Ancelotti sagði upp störfum til að taka við Real Madrid en margir hafa verið orðaðir við starfið hjá Gylfa og félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonleysi yfir Eddie Howe – Segir þetta vanta í lið Newcastle

Vonleysi yfir Eddie Howe – Segir þetta vanta í lið Newcastle
433Sport
Í gær

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Í gær

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi