fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Telur að Foden eigi heima á bekknum hjá enska liðinu

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 10:06

Phil Foden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney telur að Southgate ætti að láta Jack Grealish og Jadon Sancho byrja í stað Phil Foden hjá enska landsliðinu.

Englendingar spiluðu síðast á föstudagskvöld á Evrópumótinu í knattspyrnu gegn Skotum og spilaði liðið lélegan leik. Enska liðið ógnaði lítið fram á við og lauk leiknum með 0-0 jafntefli.

Phil Foden hefur byrjað báða leiki Englendinga á Evrópumótinu. Hann hefur ekki sýnt þá frábæru spilamennsku í þeim leikjum og hann sýndi hjá Manhcester City á tímabilinu og telur Rooney að það sé vegna þess að enska landsliðið spili allt öðruvísi fótbolta.

„City spilar á síðasta þriðjungnum. Þeir halda boltanum þar. Foden er mest í því að koma sér í góðar stöðu og gefa stuttar sendingar. Hjá City þá virkar þetta þar sem það er mikil hreyfing á liðinu,“ sagði Rooney í grein fyrir The Times.

„Hjá Englandi er hann oft einn úti á kanti og þegar hann fær boltann gerist allt hægt og lítil hreyfing í kringum hann. Þá þarf hann að fara sjálfur. Þegar það er staðan afhverju ekki að spila Grealish og Jadon Sancho, sem eru tveir af þeim bestu í heimi í þeirri stöðu.“

„Ég elska Foden en hann er bara orðinn City leikmaður. Pep leyfði honum ekki að fara á lán og prófa aðra gerð af fótbolta.“

Foden skoraði 16 mörk og gaf 10 stoðsendingar á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Hann var einnig tilnefndur sem besti leikmaður tímabilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 3 dögum

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn