fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Hræðilegt ástand á Akureyri til umræðu – ,,Byrjiði bara að stinga hann upp, búið til bílastæði mín vegna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 21:30

Frá Greifavelli. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Þar var umræðan á þann veg að mun betra væri fyrir KA að spila á Dalvíkurvelli, þar sem þeir hafa leikið á tímabilinu, heldur en á eigin velli.

Greifavöllurinn hefur verið í umræðunni lengi. Hann var til að mynda harkalega gagnrýndur í fyrra. Undirlag vallarins hafði bein áhrif á knattspyrnuna leikin var á honum.

Á yfirstandandi leiktíð hefur KA ekki enn getað spilað heimaleik á Greifavellinum þar sem ástand hans er hræðilegt. Liðið hefur þess í stað spilað á Dalvíkurvelli. Sá völlur býður upp á eitt besta gervigras landsins.

,,Það er öllum til heilla að KA spili sína heimaleiki á Dalvík. Þetta er langbesti gervisgrasvöllur landsins, hef ég heyrt,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson í þættinum. ,,Ef þeir spila á Dalvík eru þúsund sinnum meiri líkur á að þeir verði meistarar,“ bætti hann við.

KA tekur á móti Val í Pepsi Max-deild karla klukkan 16 á morgun á Dalvíkurvelli. Tómas Þór Þórðarson segir að ef frammistaða liðsins í þeim leik verði góð sé það borðliggjandi að klára tímabilið á vellinum.

,,Ef ég væri Arnar Grétarsson, ég myndi ekki hika við að bara ,,gleymið þessum Greifavelli, byrjiði bara að stinga hann upp, búið til bílastæði mín vegna, geriði bara eitthvað til að fá gervigras þarna. Ég er ekki að fara eitt né neitt af Dalvíkurvelli. Það yrði bara stórkostlega galið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Í gær

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat