fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Björn varð manni að bana í Slóvakíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 16:05

Brúnbjörn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

57 ára maður var drepinn af brúnbirni í Slóvakíu nýlega. Þetta gerðist í miðhluta landsins og er í fyrsta sinn í um eina öld sem staðfest hefur verið að björn hafi orði manni að bana. Bjarnarstofninn í landinu hefur þrefaldast á síðustu tuttugu árum.

The Guardian segir að krufning hafi staðfest að björn hafi orðið manninum að bana. Hans hafði verið saknað en hann fór í gönguferð í skógi nærri Liptovska Luzna. Hann fannst liggjandi á maganum á göngustíg. Hann hafði verið bitinn á háls og í magann og rifbeinin.

Birnir eru algengir í fjalllendi í Slóvakíu og hefur stofnstærðin þrefaldast á tuttugu árum. Fyrir tveimur áratugum voru þeir um 900 en eru nú tæplega 2.800. Þetta hefur aukið þrýsting á yfirvöld að heimila veiðar á þeim.

Innanríkisráðuneyti landsins segir að lífsýni úr birninum verði tekin til rannsóknar til að hægt sé að bera kennsl á hann. Á síðasta ári réðust birnir fimm sinnum á fólk en enginn lést.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni