fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

EM: Bekkurinn bjargaði Belgum gegn baráttuglöðum Dönum

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu lauk leik Danmerkur og Belgíu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-2 sigri Belga.

Danir byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir strax þegar 99 sekúndur voru liðnar af leiknum. Þar var Poulsen á ferðinni en hann kláraði með laglegu skoti í fjærhornið eftir undirbúning frá Hojbjerg. Danir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik og Belgar sáu ekki til sólar og Schmeichel hafði lítið að gera í markinu.

Roberto Martinez var ekki par sáttur með leik sinna manna og gerði breytingu í hálfleik þegar hann setti stórstjörnuna Kevin de Bruyne inná. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann átti góða sendingu á Thorgan Hazard sem kláraði í autt markið.

Martinez var með fleiri stórstjörnur á bekknum og setti Eden nokkurn Hazard inná fyrir Yannick Carrasco. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og gaf stoðsendingu á títtnefndan De Brunye sem kláraði listavel með snyrtilegu vinstri fótarskoti í nærhornið.

Danir gerðu sig líklega undir lokin til þess að jafna en það tókst ekki og 1-2 sigur Belga staðreynd.

Belgar eru þar með á toppi B-riðils með 6 stig en Danir eru á botninum með 0 stig.

Danmörk 1 – 2 Belgía
1-0 Poulsen (´2)
1-1 T. Hazard (´54)
1-2 De Bruyne (´70)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands