fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Atvinnukúrari nefnir „furðulegu“ beiðnirnar sem hún fær

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 20:30

Keeley Shoup.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnukúrari er tiltölulega ný starfsgrein. Eins og nafnið gefur að kynna þá starfa þeir við það að kúra hjá fólki. Keeley Shoup hefur verið atvinnukúrari síðastliðin sjö ár og rukkar um tólf þúsund krónur á klukkutímann. Hún útskýrir starf sitt á TikTok og ræðir meðal annars um ástæðuna fyrir því að hún elskar „furðulegar“ beiðnir og nefnir nokkrar þeirra. LadBible greinir frá.

Keeley býr í Chicago í Bandaríkjunum. Hún hjálpar meðal annars fólki sem hefur orðið fyrir áföllum og ofbeldi. Hún er með skýrar reglur varðandi hvað er í boði og hvað er ekki í boði. Hún býður aðeins upp á kúr og ekkert af kynferðislegum toga.

Keeley segist elska það þegar viðskiptavinir hennar leggja fram sérstakar beiðnir því það þýðir að þeim líði það vel með henni að þeir þori að spyrja.

„Ég eiginlega elska skrýtnar beiðnir því það þýðir að manneskjan treystir mér nógu mikið til að segja mér hvað hún vill,“ segir hún.

„Ein af reglunum sem ég er með er að viðskiptavinir mínir geta spurt mig um hvað sem er á meðan það fellur innan þeirra siðareglna sem ég starfa innan, og ég mun ekki dæma þá,“ segir hún.

„Ég segi ekki já við öllu. Ég athuga alltaf fyrst hvort að þetta sé eitthvað sem ég geti gert af heilum hug. Ég ætla ekki að gera eitthvað sem mér mun mislíka. Ég er með mín mörk og ég mun aldrei láta mér líða óþægilega.“

@chicagocuddletherapyHeartbeat ##cuddleposition ##cuddlekeeley ##chicagocuddletherapy ##cuddlist ##cuddletherapy ##cuddle ##heartbeat♬ Here Comes the Sun – Acoustic Guitar Revival

Furðulegu beiðnirnar

Keeley nefnir nokkrar öðruvísi beiðnir. „Ég hef farið í „kitluslag“ við viðskiptavini. Ég hef lesið bækur, eins og barnabækur, því þau langar að líða eins og það sé verið að hugsa um þau og þetta er jákvæð minning úr æsku,“ segir hún.

„Ég hef látið eins og hvolpur í gamnislag. Þegar ég segi „furðulegar“ beiðnir þá meina ég „furðulegar“ á sem bestan hátt. Eitt sem ég held að fólk tengi við er: Manstu þegar þú varst barn þá teiknaðirðu eitthvað á bak vinar þíns og hann giskaði hvað þetta var sem þú varst að teikna? Ég elska að gera það.“

Þú getur skoðað myndbönd hennar á TikTok þar sem hún útskýrir nánar hvað felst í starfi hennar.

@chicagocuddletherapyEver heard of a Professional Cuddler? ##professionalcuddler ##procuddler ##cuddlist ##cuddletherapy ##cuddlekeeley ##cuddlebuddy ##chicagocuddletherapy♬ Steven Universe – L.Dre

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“