fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Fullt af Íslendingum á ferðinni í Noregi – Samúel Kári skoraði

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 19:55

Samúel Kári. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó nokkrir Íslendingar léku í efstu deild Noregs í dag.

Samúel Kári Friðjónsson skoraði fyrir Viking í 4-1 sigri á Valarenga. Hann kom liðinu í 3-1 með sínu marki. Viðar Örn Kjartansson er á meiðslalistanum hjá Valarenga. Viking er í fimmta sæti með 12 stig eftir sjö leiki. Valarenga er sæti neðar með 11 stig.

Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt í 2-0 sigri á Mjöndalen. Alfons og félagar, sem eru ríkjandi Noregsmeistarar, eru á toppi deildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki.

Emil Pálsson lék allan leikinn með Sarpsborg í markalausu jafntefli gegn Brann. Sarpsborg er í áttunda sæti með 6 stig eftir fimm leiki.

Það var Íslendingaslagur þegar Stromsgodset tók á móti Rosenborg. Allir þrír Íslendingar sem tóku þátt í leiknum byrjuðu þó á bekknum, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson hjá heimamönnum og Hólmar Örn Eyjólfsson hjá gestunum. Valdimar kom inn á í blálok leiksins. Honum lauk 2-1 fyrir Stromsgodset. Liðið er nú í sjöunda sæti með 7 stig. Rosenborg er í fjórða sæti með 14 stig eftir átta leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar