fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Fyrsti sigur Stjörnunnar – Nikolaj afgreiddi FH

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 19:18

Hilmar Árni skoraði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk nýlega í 8. umferð Pepsi Max deildar karla.

Fyrsti sigur Stjörnunnar kom gegn Val

Stjarnan tók á móti Val á Samsung-vellinum í Garðabæ. Heimamenn unnu óvæntan sigur.

Rasmus Christiansen kom Val yfir á 27. mínútu. Hann kom boltanum þá í netið eftir klafs í teignum. Staðan í hálfleik var 0-1.

Stjarnan sneri leiknum við á stuttum kafla í upphafi seinni hálfleiks. Fyrst skoraði Hilmar Árni Halldórsson. Svo kom Heiðar Ægison heimamönnum yfir eftir flottan undirbúning Tristans Freys Ingólfsson. Lokatölur urðu 2-1.

Stjarnan lyftir sér upp í tíunda sæti með sigri. Þeir eru með 5 stig eftir átta leiki. Valur er í öðru sæti með 17 stig. Þeir misstu toppsætið vegna úrslita kvöldsins.

Nikolaj aðalmaðurinn í sigri Víkinga

Víkingur Reykjavík fór á toppinn eftir góðan sigur á FH á heimavelli.

Nikolaj Hansen kom þeim yfir á 28. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0.

Framherjinn bætti svo við öðru marki til að gulltryggja sigurinn í lok leiks.

Víkingar eru enn taplausir í deildinni. Þeir eru nú á toppnum með 18 stig, stigi meira en Valur. FH er í sjötta sæti með 10 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot