fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Moyes skrifar undir hjá West Ham – Nuno líklega að verða yfirmaður Gylfa

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Moyes hefur skrifað undir nýjan samning við West Ham og mun því stýra liðinu áfram. Þá mun Nuno Espirito Santo líklega taka við Everton. Fabrizio Romano greinir frá.

Moyes gerði frábæra hluti með West Ham á síðustu leiktíð og kom liðinu virkilega óvænt í Evrópudeildina. Hann var í kjölfarið orðaður við stjórastöðuna hjá sínu gamla félagi, Everton. Nú er hins vegar ljóst að svo verður ekki því hann hefur gert nýjan þriggja ára samning.

Nuno er líklegastur til að taka við sem stjóri Everton. Carlo Ancelotti hætti þar á dögunum til þess að taka við Real Madrid.

Nuno hefur stýrt Wolves við góðan orðstýr síðustu ár. Hann hætti þar í vor. Hann mun nú líklega verða yfirmaður Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 3 dögum

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn