fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Auður spilar ekki með Bubba í næstu viku – „Við leysum engin vandamál án samtals“ segir Bubbi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 7. júní 2021 22:52

Bubbi og Auður - Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auður hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar fréttaflutnings um ásakanir um ofbeldi af hans hálfu. Bubbi Morthens er einn þeirra sem hefur tekið þátt í umræðunni en Auður átti að spila með Bubba á tónleikum þann 16. júní næstkomandi.

Sjá meira: Þjóðleikhúsið með ásakanir á hendur Auði til skoðunar

Fyrr í dag sagði umboðsmaður Bubba, Ísólfur Haraldsson, í samtali við DV að Auður væri að spila á tónleikunum í næstu viku. Það er þó ekki lengur raunin samkvæmt færslu sem Bubbi birti sjálfur á Twitter-síðu sinni í kvöld en þar segir Bubbi að Auður verði ekki með.

Sjá meira: Auður opnar sig um ásakanirnar og viðurkennir að hafa farið yfir mörk

Bubbi hefur tjáð sig í fleiri færslum á Twitter um mál Auðs. Hann segir í einni færslu að engin vandamál verði leyst án samtals og í annarri vitnar hann í færslu Sólborgar Guðbrandsdóttur, fyrirlesara og aktívista.

Sólborg hefur tjáð sig um notkun Bubba á færslunni sinni en hún gerir það í annarri færslu sem má sjá hér fyrir neðan.

Bubbi er mikill aðdáandi tónlistar Auðs. Hann talaði til að mynda um Auð á Þorláksmessutónleikum sínum árið 2019 og hrósaði honum þar. „Mér finnst þetta besti tónlistarmaðurinn sem hefur komið fram á Íslandi í áratugi. Hann heitir Auður og og hann er hérna með okkur í kvöld,“ sagði Bubbi á tónleikunum en Vísir fjallaði um augnablikið fyrr á árinu.

„Hann er gífurlega flottur textahöfundur, geggjaður lagahöfundur, geggjaður pródúsent og geggjaður gítarleikari. Þá er ég búinn að mæra uppáhalds tónlistarmanninn í kvöld.“

Sjá meira: Yfirlýsing Auðs harðlega gagnrýnd af íslenskum netverjum – „Ekki er fólk að éta þetta upp? Wtf?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Í gær

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni