fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Auður opnar sig um ásakanirnar og viðurkennir að hafa farið yfir mörk – Segir „flökkusögur um alvarleg afbrot“ ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 7. júní 2021 18:55

íslensku tónlistarverðlaunin 2020. Auðunn Lúthersson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag fjallaði DV um ásakanir tónlistarmannsins Auðs, sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson. Auður hefur nú birt yfirlýsingu vegna ásakananna.

Auður birti yfirlýsinguna sýna í færslu Instagram-síðu sinni. Þar viðurkennir hann að hafa farið yfir mörk konu árið 2019 og segir upplifun hennar vera það sem skiptir máli. Hann segir þó að flökkusögur um alvarleg afbrot sem hafa verið á flugi undanfarið ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.

Sjá meira: Þjóðleikhúsið með ásakanir á hendur Auði til skoðunar

Hann segist hafa leitað sér hjálpar vegna hegðunar sinnar og að hann sé staðráðinn í að bæta hegðun sína og læra af umræðunni. Þá segist hann fordæma kynbundið ofbeldi og að hann hafi verið blindur á það hvernig hann var hluti af vandanum.

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

„Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent á af Stígamótum.

Upplifun konunnar er það sem skiptir máli. Samkvæmt frásögn hennar spurði ég „má ég“ og „líður þér óþæginlega?“ en var samt ágengur. Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr. Hún hefur bæði á Messenger og á Instagram hvatt mig til að nýta þann vettvang sem ég hef til að taka ábyrgð á hegðun minni.

Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á að ég hef ekki alltaf virt mörk. 

Ég er staðráðinn í að læra meira af þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessum sem betri maður.

Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé.

Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan.

Auðunn.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Auður (@auduraudur)

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv