fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Þýskur hermaður blekkti alla upp úr skónum – Þóttist vera flóttamaður og hugði á hryðjuverk

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 07:53

Franco A. í dómsal. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur þýskur hermaður, nefndur Franco A. í þýskum fjölmiðlum,  er nú fyrir rétti í Frankfurt ákærður fyrir að hafa ætlað að ráðast á þýska stjórnmálamenn dulbúinn sem sýrlenskur flóttamaður. Markmiðið með þessu var að vekja upp reiði almennings í garð flóttamanna.

Málið hefur skokið þýskt samfélag enda er það að vissu leyti með miklum ólíkindum. Franco stal skotfærum frá hernum og ætlaði að meðal annars að ráðast á Heiko Maas, þáverandi dómsmálaráðherra, og Claudia Rath, varaforseta þingsins.

Hann var handtekinn í Vínarborg í Austurríki í febrúar 2017 þegar hann ætlaði að sækja hlaðna skammbyssu sem hann hafði falið á salerni á flugvellinum eftir samkvæmi hermanna.

Ári áður sótti hann um hæli í Þýskalandi og gaf upp sýrlenskt nafn. Honum tókst að telja yfirvöldum trú um að hann væri flóttamaður þrátt fyrir að hann talaði ekki orð í arabísku en hann talaði hins vegar frönsku. Hann fékk tímabundið dvalarleyfi í Þýskalandi.

Á sama tíma gegndi hann herþjónustu í sameiginlegri fransk-þýskri hersveit sem var staðsett í Frakklandi. Hann ferðaðist síðan til Þýskalands þegar hann var í fríi og lék hlutverk sitt sem flóttamaður.

Hann þóttist vera ávaxtasali frá Damaskus í umsókn sinni um hæli. Hann fékk 409 evrur á mánuði í framfærslueyri og pláss í mótttökumiðstöð fyrir flóttamenn.

Reiknað er með að réttarhöldin standi yfir fram í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi