fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Kókaínkóngurinn handtekinn eftir 22 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 07:03

Rocco Morabito. Mynd:Brasilíska innanríkisráðuneytið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að lögreglan hefði handtekið Rocco Morabito, betur þekktur sem „Kókaínkóngurinn frá Mílanó“, en hann hafði verið á flótta undan lögreglunni í 22 ár. Hann er félagi í Ndrangheta mafíunni sem er með höfuðvígi sitt á suðurhluta Ítalíu.

Ndrangheta er ein stærsta mafían á Ítalíu og einn stærsti innflytjandi kókaíns til Evrópu frá Suður-Ameríku. Morabito hafði verið eftirlýstur af ítölsku lögreglunni í 22 ár en hann er nú 54 ára. Hann var dæmdur í rúmlega 30 ára fangelsi af ítölskum dómstólum fyrir fíkniefnasmygl og önnur afbrot. Hann var þó ekki viðstaddur réttarhöldin því hann var á flótta.

Hann var handtekinn í Úrúgvæ 2017 en tókst að flýja úr fangelsi tveimur árum síðar ásamt þremur samföngum sínum.

En á mánudaginn handtók brasilíska lögreglan hann og tvo aðra útlendinga á hóteli í Joao Pessoa sem er í norðausturhluta landsins. Um samvinnuverkefni ítölsku og brasilísku lögreglunnar var að ræða og tóku ítalskir lögreglumenn þátt í aðgerðinni á mánudaginn. Annar hinna tveggja, sem voru einnig handteknir, er einnig eftirlýstur af ítölsku lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni