fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Kókaínkóngurinn handtekinn eftir 22 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 07:03

Rocco Morabito. Mynd:Brasilíska innanríkisráðuneytið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að lögreglan hefði handtekið Rocco Morabito, betur þekktur sem „Kókaínkóngurinn frá Mílanó“, en hann hafði verið á flótta undan lögreglunni í 22 ár. Hann er félagi í Ndrangheta mafíunni sem er með höfuðvígi sitt á suðurhluta Ítalíu.

Ndrangheta er ein stærsta mafían á Ítalíu og einn stærsti innflytjandi kókaíns til Evrópu frá Suður-Ameríku. Morabito hafði verið eftirlýstur af ítölsku lögreglunni í 22 ár en hann er nú 54 ára. Hann var dæmdur í rúmlega 30 ára fangelsi af ítölskum dómstólum fyrir fíkniefnasmygl og önnur afbrot. Hann var þó ekki viðstaddur réttarhöldin því hann var á flótta.

Hann var handtekinn í Úrúgvæ 2017 en tókst að flýja úr fangelsi tveimur árum síðar ásamt þremur samföngum sínum.

En á mánudaginn handtók brasilíska lögreglan hann og tvo aðra útlendinga á hóteli í Joao Pessoa sem er í norðausturhluta landsins. Um samvinnuverkefni ítölsku og brasilísku lögreglunnar var að ræða og tóku ítalskir lögreglumenn þátt í aðgerðinni á mánudaginn. Annar hinna tveggja, sem voru einnig handteknir, er einnig eftirlýstur af ítölsku lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi