fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Kínverjar nota bóluefni til að þrýsta á Paragvæ – Vilja að landið slíti stjórnmálasambandi við Taívan

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 08:00

Kínverska CoronaVac bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 15 ríki eru með stjórnmálasamband við Taívan og það er Kínverjum mikill þyrnir í augum því þeir telja að aðeins eitt Kína sé til og það sé Kína á meginlandinu. Þeir notfæra sér nú heimsfaraldur kórónuveirunnar til að reyna að fækka í þessum hópi og nú beina þeir spjótum sínum að Paragvæ.

Segja má að Paragvæ sé á milli steins og sleggju vegna málsins. Stjórnvöld þurfa að velja á milli kínverskra bóluefna gegn kórónuveirunni og vináttunnar við Taívan. Landið er eina ríki Latnesku-Ameríku sem á í stjórnmálasambandi við Taívan og hafa tengsl ríkjanna verið sterk.

Taívanar hafa byggt mörg þúsund hús fyrir fátæka Paragvæa, styrkt heilbrigðiskerfi landsins, styrkt mörg hundruð námsmenn og styrkt þingið í höfðuborginni Asunción fjárhagslega. En þessu trausta sambandi ríkjanna er nú ógnað af heimsfaraldrinum og bóluefnastefnu Kínverja.

Í tæpt ár var Paragvæ skólabókardæmi um hvernig var hægt að halda faraldrinum niðri í álfunni. En á síðustu vikum hefur þróunin snúist við og smitum hefur fjölgað mikið. Um sjö milljónir búa í landinu. Þar greindust um 15.000 smit í síðustu viku og aðeins er búið að fullbólusetja um 0,2% landsmanna samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum.

Paragvæar vilja gjarnan bólusetja landsmenn eins hratt og hægt er og Kínverjar vilja gjarnan láta bóluefni af hendi en ekki ókeypis. Þetta gerir að verkum að paragvæskir stjórnmálamenn íhuga nú hvort slíta eigi stjórnmálasambandinu við Taívan til að vingast við Kínverja í von um að fá kínversk bóluefni.

Ekki er vitað hversu langt þessar hugleiðingar eru komnar en taívanskir stjórnmálamenn sökuðu Kínverja nýlega um að nota bóluefni til að múta Paragvæ til að slíta stjórnmálasambandi ríkjanna. Taiwan News skýrir frá þessu. „Kínverska ríkisstjórnin segir að ef paragvæska ríkisstjórnin slíti sambandinu við Taívan fái landið milljónir skammta af bóluefnum,“ sagði Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins vísaði þessu á bug og sagði samninga Kínverja um bóluefni vera „heiðarlega“ og hafi mannúð að markmiði.

En það er ljóst að kínversk bóluefni fást ekki ókeypis. Stefna Kínverja um að aðeins sé eitt Kína gerir að verkum að velja verður á milli Kína og Taívan. Panama, Dóminíska Lýðveldið og El Salvador slitu öll stjórnmálasambandi við Taívan eftir leynilegar viðræður við Kínverja. Þessi ríki voru einmitt á meðal þeirra fyrstu sem fengu bóluefni frá Kínverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Í gær

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn