fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Líkamsræktarstöðin sem er að vekja athygli – Karlmenn reiðir og segja þetta „aðskilnað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 09:57

Samsett mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsræktarstöð í Kansas í Bandaríkjunum er að slá í gegn meðal kvenna á netinu. Heather Huesman, 23 ára, deildi myndbandi á TikTok þar sem hún sýnir frá stöðinni.

Þessi tiltekna líkamsræktarstöð, Blush, er aðeins fyrir konur. Það er ekki nýtt að stöð sé aðeins fyrir konur en það sem gerir hana sérstaka eru auka öryggisráðstafanirnar sem stöðin gerir til að vernda konurnar og gera upplifunina sem þægilegasta fyrir þær.

Stöðin er opin allan sólarhringinn. Útidyrnar eru læstar og fá meðlimir kort sem þeir nota til að komast inn. Það er filma í gluggunum svo gangandi vegfarendur sjá ekki inn. Það eru fríar tíðarvörur inni á baðherbergi. Svo er látið vita hvenær það eru karlkyns starfsmenn í húsinu.

@heatherhuesmanThe BEST GYM! We need these everywhere, we feel so safe and comfortable going to the gym, gonna be my new favorite spot!🦋💕 ##fyp ##TikTokGGT ##blush♬ SUNNY DAY – Matteo Rossanese

Myndbandið hefur fengið tæplega sex milljónir í áhorf og virðist fólk hafa nóg um stöðina að segja. Sumir karlmenn eru æfir yfir kvennastöðinni og ganga svo langt að kalla þetta „aðskilnað.“

Heather ræddi við BuzzFeed um stöðina og athyglina sem myndbandið hefur fengið. „Ég ákvað að deila upplifun minni því ég fann fyrir létti fyrsta skipti sem ég fór inn í Blush. Mér fannst ég geta andað léttar að ganga inn í líkamsræktarstöð með engum karlmönnum,“ segir hún.

„Mér finnst ég klárlega öruggari á kvennastöð. Ég vil vera í þröngum ræktarfötum því það er þægilegra að æfa í þeim og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að karlmenn séu að taka myndir af mér án leyfis eða hafa áhyggjur af því að karlmenn láta mér líða óþægilega […] Stöðin er mjög snyrtileg og frábær orka þar.“

Miðað við ummælin við myndband Heather líður mörgum konum eins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni