fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Magnaður lokakafli er Vestri lagði Þrótt

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2. umferð Lengjudeildar karla kláraðist nú rétt í þessu þegar Vestri vann magnaðan sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum. Gestirnir sneru leiknum við á lokamínútum leiksins.

Fyrri hálfleikurinn var rólegur og var markalaust þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Fyrsta mark leiksins lét svo bíða eftir sér allt þar til tæpar 20 mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Daði Bergsson fyrir heimamenn eftir sendingu frá Samuel George Ford.

Það stefndi í það að Þróttur myndi ná í sín fyrstu stig á tímabilinu þegar Pétur Bjarnason jafnaði fyrir Vestra á 86. mínútu. Hann náði þá frákasti inni á teig og setti boltann í netið. 1-1.

Vonbrigði Þróttara áttu bara eftir að færast í aukanna því gestirnir komust yfir í uppbótartíma með marki Nikolaj Madsen. Til að strá salti í sár heimamanna þá skoraði Luke Rae þriðja mark Vestra í blálokin. Markið hafði þá verið skilið eftir galopið þar sem markvörður Þróttar hafði farið fram í hornspyrnu.

Vestri er með fullt hús eftir tvo leiki. Þróttur þarf að bíða lengur eftir því að ná í sín fyrstu stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi