fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Svona er ástandið á Akureyri í dag – „Hversu mikið diss er þetta á Akureyrarbæ?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 16:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástandið á Akureyri til knattspyrnuiðkunnar er slæmt nú þegar vorið er í gangi, ástandið er svo slæmt að KA getur ekki leikið heimaleiki sína í efstu deild í bænum. KA tekur í dag á móti Leikni í efstu deild karla og fer leikurinn fram á Dalvík.

Í mörg ár hafa forráðamenn KA barist fyrir því að fá bætta aðstöðu en hingað til talað fyrir tómum eyrum, ljóst er að félagið leikur ekki heimaleiki í bráð miðað við ástandið á Greifavellinum í dag.

Myndin hér að ofan var tekin í dag og birt í Facebook hópnum. Dr.Football leikmenn. „Greifavöllur ( Akureyrarvöllur ) Mynd tekin 11.5.2021 – það verða ekki margir leikir hérna á næstunni,“ skrifar Jóhann G Jóhannesson sem birtir myndina.

„Greifavöllurinn er ekki klár og Arnar Grétarsson sagði það í viðtali að ef hann fengi að ráða þá væru allir heimaleikir KA spilaðir á Dalvík. Hversu mikið diss er þetta á Akureyrarbæ? KA vill spila á Dalvík því Akureyri býður ekki upp á viðunandi aðstæður,“ sagði Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net um málið á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Í gær

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður