fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Hvarf á dularfullan hátt fyrir einu ári – Nýjar vendingar í málinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 06:00

Suzanne Morphew.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. maí á síðasta ári fór Suzanne Morphew í hjólreiðatúr í Maysville í Bandaríkjunum. Hún skilaði sér ekki heim aftur og síðan hefur ekki sést tangur né tetur af henni. Lögreglan hefur rannsakað hvarf hennar síðan og hafa 70 lögreglumenn komið að rannsókninni. 135 leitarheimildir hafa verið gefnar út af dómstólum, 400 vitni hafa verið yfirheyrð og 1.400 ábendingum hefur verið fylgt eftir.

Allt skilaði þetta litlum árangri þar til síðasta miðvikudag. Þá handtók lögreglan Barry Morphew, eiginmann Suzanne, en hann er grunaður um að hafa myrt hana.

„Fyrstu viðbrögð mín voru léttir og þakklæti. Ég er bara svo þakklát,“ sagði Melinda Moorman, systir Suzanne, í samtali við Fox 21.

Lögreglan tilkynnti um handtökuna á fréttamannafundi á laugardaginn. Linda Stanley, saksóknari, sagði þá að að dagurinn væri góður fyrir alla þá sem hafa unnið að rannsókn málsins og ættingja og vini Suzanne.

Reiðhjól Suzanne fannst við brú nærri heimili hennar í Maysville en annað hefur ekki fundist sem tengist henni. Hún var 49 ára. John Speeze, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundinum að lögreglan telji að Suzanne sé látin.

Daginn sem hún hvarf var Barry í viðskiptaferð en ákveðnar spurningar vöknuðu hjá lögreglunni varðandi þá ferð. Ekki síst þegar vinnufélagi hans sagðist hafa beðið eftir honum í tvo daga á hóteli í Denver. Hann hafi síðan uppgötvað að hótelherbergi Barry var tómt en þar hafi verið mjög sterk klórlykt.

Barry hefur verið iðinn við að setja af stað herferðir á samfélagsmiðlum sem miðast að því að finna Suzanne og hann hefur heitið mörg hundruð þúsund dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta leitt til þess að hún finnist. En nú hefur hann sjálfur verið handtekinn, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Linda Stanley sagðist telja að hún væri með nægilega góðar sannanir til að Barry verði sakfelldur. „Ég myndi ekki ákæra hann ef ég væri ekki viss,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna