fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 07:50

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku sluppu þrír hlébarðar úr Hangzhou Safari Park í Hangzhou í Kína. Tveir þeirra náðust um helgina en einn gengur enn laus nærri borginni en þar búa tæplega 11 milljónir. Það hefur vakið mikla reiði almennings að stjórnendur dýragarðsins leyndu því að dýrin hefðu sloppið út.

BBC segir að íbúar á svæðinu hafi tilkynnt um lausa hlébarða 1. maí en það hafi ekki verið fyrr en á laugardaginn sem stjórnendur dýragarðsins staðfestu að þriggja hlébarða væri saknað. Þeir báðust síðan afsökunar á að hafa ekki skýrt frá því að dýrin hefðu sloppið og sögðust hafa viljað forðast að valda ótta meðal almennings.

Embættismenn staðfestu á laugardaginn að tveir hlébarðar hefðu náðst. Því gengur einn enn laus nærri borginni. Leitarhópar eru að störfum og nota hunda og flygildi við leitina. Á sunnudaginn sást hlébarðinn frá flygildi en slapp undan leitarmönnum þegar þeir nálguðust hann.

Íbúar hafa verið hvattir til að sýna aðgæslu á meðan dýrið gengur laust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina