fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. maí 2021 16:00

Logi Bergmann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Bergmann fjölmiðlamaður skrifar skemmtilegan pistil í sunnudagsblað Morgunblaðsins, sem er einskonar dagbók fyrir síðastliðinn fimmtudag og föstudag. Lífið brosti við Loga þegar hann kom út úr Laugardalshöllinni, nýbólusettur, og honum fannst allt líta svo vel út:

„Ég geng út úr Laugardalshöllinni með bros á vör. Búinn á árgangsmóti sem var betur skipulagt en brúðkaup hjá áhrifavaldi. Búinn að hitta fólk sem ég var með í skóla, hlusta á plötusnúð sem hélt uppi stuðinu og nú bólusettur til hálfs. Heiður himinn, sólin leikur við mig og ég fæ þessa frábæru tilfinningu að það sé allt að koma.“

Logi lýsir því hvernig allt er að breyta um svip í höfuðborginni í vorsólinni og ferðamenn virðast streyma til landsins:

„Landið virðist vera að fyllast af ferðamönnum, goretex er orðið ráðandi efni í bænum. Aftur heyrist hið ómþýða hljóð í tösku á hjólum eftir íslenskri gangstétt og allt er að keyra sig í gang. Það er annar tónn í fólki. Meira að segja veitingamenn eru bjartsýnir. Búið að stofna þetta fína flugfélag sem á svo mikinn pening að það þarf ekki að byrja að fljúga frekar en það vill. Hitt flugfélagið búið að sigrast á öllum hrakspám og til í slaginn.

Túristarnir eru að raða sér upp úti í heimi til að sjá þetta stórkostlega, glæsilega en samt svo meðfærilega eldgos og það er búið að bóna rúturnar. Allir eru tilbúnir til að mæta aftur til leiks eins og ekkert hafi í skorist.

Við erum með allt á hreinu núna. Sóttvarnir í þessu líka fína lagi. Þórólfur farinn að brosa og Kári óvenju (allt að því) blíður á svip. Bóluefnið streymir til landsins hraðar en okkur hefði dreymt um. Við erum í toppmálum.“

Hvað ef gosið hættir?

Svo fékk Logi aukaverkanir eftir bólusetninguna og þá fór þetta að líta allt öðruvísi út. Hann fór meðal annars að fá áhyggjur af eldgosinu í Geldingadölum:

„Ég er kominn með aukaverkanir. Hita og orðinn slappur. Get ekki sofið. Veit ekki alveg hvort ég er með beinverki því mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni og er einn stór marblettur og með myndarlegan skurð á olnboganum. Golfsumarið í óvissu.

Ég man að ég á eftir að skrifa pistil og allt í einu er ég ekki jafn bjartsýnn. Hvað ef það kemur upp enn eitt hópsmitið? Rétt þegar við höldum að við séum
komin í öruggt skjól. Það hefur nú gerst áður. Eða ný stökkbreyting?

Hvað ef þetta eldgos hættir? Sveiflurnar í því eru eins og hjá unglingi á miðju gelgjuskeiðinu. Við getum séð gosið á vefmyndavélum og það er eins og að vaka yfir einhverjum með kæfisvefn. Maður heldur að hann sé hættur að anda og svo rýkur hann upp með látum.“

Svo birtir á ný

Svo gerist það að hitinn fer að lækka í Loga og þá lítur allt betur út. Hann endar dagbókina á jákvæðum nótum:

„Hitinn er að lækka. Það var verið að tilkynna afléttingu á fjöldatakmörkunum. Það er föstudagur og helgi full af sól framundan. Þetta hlýtur að reddast. Það gerir það venjulega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni