fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Helgi Sig um nektarmyndina og brottreksturinn – „Ég hef enga stjórn á því, þú verður að ræða það við aðra““

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 17:00

.Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBVsegir að Eyjamenn hrofi fram veginn eftir málið sem kom upp í síðustu viku. Gary Martin var þá rekinn frá ÍBV. Ástæða þess var myndefni sem enski framherjinn tók í búningsklefa liðsins. Umrætt myndefni var tekið í búningsklefa ÍBV eftir að liðið vann sigur á Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum. Samkvæmt heimildum tók enski framherjinn myndefni upp í gegnum Snapchat þar sem leikmenn ÍBV voru að fagna og sást þar einn liðsfélagi hans nakinn. Deildi hann myndefninu í kjölfarið í lokuðum hóp leikmanna ÍBV.

„Það er náttúrulega eitthvað sem maður vill vera án, það er engin launung. Það mál er bara búið núna og núna er bara horft fram á við,“ sagði Helgi í samtali við Fótbolta.net í dag um málið.

Mynd/ÍBV

Málið vakti gríðarlega athygli en leikmaðurinn sem myndaður var án leyfis hefur lagt fram kæru á hendur enska framherjanum.

„Auðvitað var þetta leiðindarmál, fyrir félagið, leikmennina og alla sem komu að því. En núna er bara horft fram á við, en ekki baksýnisspegilinn. Við sjáum til þess að allt svona þétti hópinn enn frekar saman, og ég á ekki von á neinu öðru en að það gerist.“

Því hefur verið velt upp hvort málið hefði ekki mátta leysa á skrifstofu félagsins. „Ég hef enga stjórn á því. Þú verður að ræða það við aðra. Ég er bara þjálfari liðsins,“ sagði Helgi við fréttaritara Fótbolta.net.

Gary var ekki lengi atvinnulaus því nokkrum dögum eftir að ÍBV rak hann af Eyjunni samdi hann við Selfoss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“