fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hjólar í Gary Neville og segir hann styðja ofbeldi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 16:30

Gary Neville. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville sérfræðingur Sky Sports fær á baukinn frá Simon Jordan sérfræðingi Talksport og fyrrum eiganda Crystal Palace. Mikil mótmæli stuðningsmanna Manchester United fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford í fyrradag, urðu til þess að leik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni var frestað.

Mikill fjöldi stuðningsmanna Manchester United safnaðist saman og ruddi sér leið inn á völlinn, braut og bramlaði, með fyrrgreindum afleiðingum. Ástæða mótmælanna var sú að stuðningsmennirnir vilja að Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, selji félagið.

Neville hefur talað um að mótmælin væru eðlilegur hlutur en Jordan segir það langt í frá. „Það er að byggjast upp meðbyr með þessu, sérfræðingar og fjölmiðlamenn hafa tjáð sig með mjög óábyrgum hætti,“ sagði Jordan.

„Mér gæti ekki verið meira sama um hvort fólk sé sammála því sem Gary Neville segir, að styðja svona ofbeldi og segja að þetta sé eðlileg hegðun er ekki í lagi.“

Jordan segir aldrei hægt að verja það þegar ráðist er á fólk. „Það er aldrei í lagi að ráðast á lögregluþjóna, það er aldrei í lagi að brjótast inn á knattspyrnuvöll, að klifra upp á mörkin og brjóta allt og bramla.“

„Þú getur ekki réttlætt þetta af því að þér er illa við hvernig félagið þitt er rekið. Það er verið að reyna að réttlæta þetta. Þeir eru að reyna að réttlæta hluti sem eru ekki í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“