fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Bílvelta í Svíþjóð varð til þess að óhugnanlegt mál uppgötvaðist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 06:50

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudagsins 18. apríl var bíl ekið út af vegi í Eksjö í Svíþjóð. Þetta gerðist beint fyrir framan augun á lögreglumönnum sem voru á eftirlitsferð. Ökumaður bílsins stakk af og komst undan en lögreglunni tókst þó fljótlega að hafa uppi á honum. En bílveltan kom upp um óhugnanlegt mál.

Lögreglan reyndi strax að ná sambandi við eiganda bílsins og hringdi í hann en þá heyrðu lögreglumennirnir síma hans hringja inni í bílnum. Ætlunin var að ræða við hann og fá upplýsingar um hvort ökumaðurinn hefði fengið leyfi til að aka bílnum.

Þar sem sími bíleigandans var í bílnum fóru lögreglumenn að heimili hans til að ræða við hann. Þegar þeir komu inn á heimili hans fundu þeir manninn látinn. Hann hafði verið myrtur að sögn Aftonbladet sem segist hafa heimildir fyrir að hann hafi orðið fyrir miklu ofbeldi en blaðið skýrði frá þessu í gærkvöldi.

Málið breyttist því í morðrannsókn og ökumaðurinn, sem hafði stungið af á hlaupum, var nú grunaður um morð. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum að það hafi verið algjör heppni að hinn grunaði náðist og að upp komst að bíleigandinn hafði verið myrtur. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það flækir málið enn frekar að ekki er vitað hver hinn grunaði er því hann hefur ekki viljað veita neinar upplýsingar um það. Lögreglan telur hann vera 20 til 30 ára en fórnarlambið var karlmaður, 55 til 60 ára að sögn lögreglunnar.

Lögreglan er einnig að rannsaka hvort hinn grunaði tengist fleiri afbrotum.

Lögreglan veit ekki hvenær fórnarlambið var myrt.

Hinn grunaði neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta