fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Bílvelta í Svíþjóð varð til þess að óhugnanlegt mál uppgötvaðist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 06:50

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt sunnudagsins 18. apríl var bíl ekið út af vegi í Eksjö í Svíþjóð. Þetta gerðist beint fyrir framan augun á lögreglumönnum sem voru á eftirlitsferð. Ökumaður bílsins stakk af og komst undan en lögreglunni tókst þó fljótlega að hafa uppi á honum. En bílveltan kom upp um óhugnanlegt mál.

Lögreglan reyndi strax að ná sambandi við eiganda bílsins og hringdi í hann en þá heyrðu lögreglumennirnir síma hans hringja inni í bílnum. Ætlunin var að ræða við hann og fá upplýsingar um hvort ökumaðurinn hefði fengið leyfi til að aka bílnum.

Þar sem sími bíleigandans var í bílnum fóru lögreglumenn að heimili hans til að ræða við hann. Þegar þeir komu inn á heimili hans fundu þeir manninn látinn. Hann hafði verið myrtur að sögn Aftonbladet sem segist hafa heimildir fyrir að hann hafi orðið fyrir miklu ofbeldi en blaðið skýrði frá þessu í gærkvöldi.

Málið breyttist því í morðrannsókn og ökumaðurinn, sem hafði stungið af á hlaupum, var nú grunaður um morð. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum að það hafi verið algjör heppni að hinn grunaði náðist og að upp komst að bíleigandinn hafði verið myrtur. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Það flækir málið enn frekar að ekki er vitað hver hinn grunaði er því hann hefur ekki viljað veita neinar upplýsingar um það. Lögreglan telur hann vera 20 til 30 ára en fórnarlambið var karlmaður, 55 til 60 ára að sögn lögreglunnar.

Lögreglan er einnig að rannsaka hvort hinn grunaði tengist fleiri afbrotum.

Lögreglan veit ekki hvenær fórnarlambið var myrt.

Hinn grunaði neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér