fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Skelfileg hegðun fangavarða – Neyddar til að fjarlægja túrtappa fyrir fram fangaverðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 05:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða norsks dómstóls er mjög afgerandi hvað varðar ósæmilega hegðun fangavarða gagnvart föngum. Þeir eru sagðir hafa meðhöndlað fangana á „ómanneskjulegan“ og „niðurlægjandi“ hátt.

Samkvæmt frétt TV2 þá snerist eitt málið um fanga sem var látinn afklæðast fyrir framan fangaverði 200 sinnum á 18 mánuðum. Það taldi dómurinn vera brot á banni við pyntingum.

Í heildina voru það 30 fangar sem urðu fyrir barðinu á ósæmilegri hegðun fangavarða.

„Kvenfangar sögðu okur að þær hefðu verið neyddar til að fjarlægja túrtappa eða dömubindi þegar heimsóknartími var. Þær urðu að lyfta brjóstunum og opna munninn fyrir skoðun,“ sagði Hessen Jacobsen, lögmaður fanganna, í samtali við TV2.

Lögmannsfyrirtæki hans hefur tilkynnt að reiknað sé með að bótakröfur upp á milljónir króna verði lagðar fram vegna málanna.

Samkvæmt norskum reglum eiga fangar að afklæðast í áföngum áður en þeir fá heimsóknir. Þetta er gert til að fangaverðir geti fullvissað sig um að þeir séu ekki að smygla neinu og til að tryggja að þeir hafi ekki valdið sjálfum sér skaða.

Fyrrgreind mál snúast um að fangaverðirnir sýndu af sér ófagmannlega og óviðeigandi framkomu við þessar skoðanir. Margir fanganna fengu til dæmis athugasemdir frá fangavörðunum um hvernig þeir litu út naktir.

Í kjölfar dómsins hafa fangelsismálayfirvöld gefið út nýjar reglur um ferlið varðandi heimsóknir til fanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi