fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Eru með þvílíka yfirburði en fá ekki að fara upp um deild – ,,Munum missa fólk sem getur ekki gert þetta aftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 22:00

Úr leik hjá Wolves. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líklega fá lið sem kórónuveirufaraldurinn hafa haft jafnmikil áhrif á og kvennalið Wolves. Liðið fékk ekki að fara upp um deild í fyrra þar sem tímabilið var stöðvað vegna faraldursins. Svipað var uppi á teningnum í ár.

Wolves leikur í fjórðu efstu deild Englands. Í fyrra hafði liðið unnið 14 af 15 leikjum sínum í deildinni. Þær voru hreint út sagt allt of góðar fyrir deildina. Þegar stefndi í að þær færu upp í deildina fyrir ofan var mótið hins vegar blásið af og dæmt ógilt vegna kórónuveirunnar.

Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu á kvennaliði Úlfanna síðustu ár. Fjárfest hefur verið í bæði leikmönnum og umgjörð. Það útskýrir að miklu leiti yfirburði liðsins í fjórðu efstu deild.

Í þessu tímabili var svo komið að því að reyna aftur. Komast átti upp í þriðju efstu deild. Wolves fékk þó einungis að spila sex leiki áður en þetta tímabil var blásið af. Aftur tókst þeim þó að sýna fram á yfirburði sína í deildinni. Þær unnu alla leikina og skoruðu 37 mörk. Þetta þýðir að liðið hefur unnið 20 af 21 einum leik á síðustu tveimur tímabilum og skorað hvorki meira né minna en 120 mörk. Þótt ótrúlegt megi virðast dugir þetta þó líklega ekki til að fara upp um deild.

,,Við munum missa fólk í sumar sem getur ekki gert þetta aftur,“ sagði Dan McNamara, þjálfari liðsins.

,,Við erum á pari við sum lið í efstu deild þegar það kemur að aðstöðu.“ 

Eina leið Wolves til að fá að taka þátt í þriðju efstu deild á næsta tímabili er ef liðum verður fjölgað í deildinni. Niðurstaða um hvort það verði verður gefin út í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“