fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 06:41

Bandarískir hermenn á æfingu. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti á þriðjudaginn að Bandaríkin muni fjölga í herliði sínu í Þýskalandi. Þetta er breyting á stefnu ríkisstjórnar Donald Trump sem ætlaði að fækka í herliðinu í landinu.

Bandaríkin munu nú fjölga hermönnum sínum „á Wiesbaden svæðinu“ um 500 og verða þeir komnir þangað í haust í síðasta lagi sagði Austin á fréttamannafundi í Berlín. Hann sagði að þetta styðji við skuldbindingar Bandaríkjanna við Þýskaland og NATO. Hann sagði að með fjölguninni verði varnir Evrópu styrktar og geta NATO til að koma í veg fyrir átök aukin. Með þessu eflist geta NATO til nethernaðar að hans sögn og til að bregðast skjótt við ef senda þarf hernaðaraðstoð til bandamanna NATO og aðildarríkjanna.

Hann var spurður hvort þetta væru skilaboð til Rússa í ljósi liðssöfnunar þeirra við úkraínsku landamærin. Svar hans var að þetta væru skilaboð til NATO um að Bandaríkin styðji NATO 100%.

Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands, fagnaði tilkynningunni og sagði þetta „gleðifréttir“ og að tryggð Bandaríkjanna við NATO væri „mikilvæg stoð frelsis og friðar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?