fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Ein milljón Evrópubúa hefur látist af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 07:00

Rúmlega ein milljón Evrópubúa hefur látist af völdum COVID-19. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau dapurlegu tíðindi urðu í gær að heildarfjöldi skráðra dauðsfalla af völdum COVID-19 í Evrópu fór yfir eina milljón. Þetta er byggt á tölum frá yfirvöldum í öllum Evrópuríkjunum. Frá upphafi faraldursins hafa 1.000.288 Evrópubúar látist af völdum sjúkdómsins.

Maria van Kerkhove, farsóttafræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, sagði í gær að faraldurinn sé nú á „krítísku“ stigi. „Faraldurinn er nú í veldisvexti. Það er ekki staða sem við viljum vera í eftir 16 mánaða faraldur með fjölda sóttvarnaaðgerða,“ sagði hún á fréttamannafundi.

136 milljónir manna um allan heim hafa smitast af kórónuveirunni frá því að hún uppgötvaðist fyrst í Kína í árslok 2019. 2,94 milljónir hafa látist.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði að á heimsvísu hafi smitum fjölgað í sjö vikur samfellt og í fjórar vikur samfellt hafi dauðsföllum fjölgað. Þetta gerist þrátt fyrir að fólk sé bólusett af miklum krafti í mörgum Evrópuríkjum en rúmlega 780 milljónir skammta hafa nú verið gefnir í álfunni. Hann sagði að bóluefni séu mikilvægur þáttur í baráttunni gegn veirunni en ekki eina verkfærið. „Það virkar að stunda félagsforðun, nota andlitsgrímur, þvo hendur, taka sýni, fylgjast með, nota smitrakningu og sóttkví,“ sagði hann og bætti við að misskilningur og misvísandi upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir og hvernig á að fylgja þeim kosti mannslíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf