fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogahjónin Meghan Markle og Harry prins hafa gefið út yfirlýsingu vegna andláts Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar II drottningar og afa Harrys.

„Í ástkærri minningu um hans konunglegu hátign hertogann af Edinborg, 1921-2021. Þakka þér þjónustuna… þín verður sárt saknað.“

Hertogahjónin eru sem stendur stödd í Kaliforníu og óvíst er hvort að þau muni bæði fljúga til Englands vegna andlátsins. Meghan gengur með annað barn þeirra hjóna og ferðatakmarkanir eru í gildi vegna heimsfaraldurs.

Filippus var lagður inn á sjúkrahús í febrúar, en fékk að fara heim í mars eftir hjartaaðgerð. Gayle King, besta vinkona spjallþáttadrottningarinnar Opruh, sagði að fræga viðtalið sem Oprah tók við hertogahjónin hafi verið tekið upp áður en Filippus lagðist inn á sjúkrahús og sýningu þess hefði verið frestað ef Filippus hefði fallið frá áður en þátturinn var sýndur.

„Bara svo þið vitið það þá var viðtalið tekið áður en Filippus prins lagðist inn á sjúkrahús,“ sagði King í mars. „Ef eitthvað hefði komið fyrir hann hefði viðtalið ekki verið sýnt á þessum tíma. En viðtalið var tilbúið og var sett á dagskrá áður en hann fór á sjúkrahúsið. Margir hafa vakið máls á þessu.“

Þrátt fyrir að ýmislegt sem í umræddu viðtali kom fram hafi ollið fjaðrafoki töluðu hjónin lítið um samband þeirra við Filippus. Harry talaði þó fallega um drottninguna, ömmu sína. „Ég hef rætt meira við ömmu þetta síðasta ár en ég hef gert í mörg ár þar á undan. Við eigum mjög gott samband okkar á milli og skiljum hvort annað. Ég virði hana mikið,“ sagði Harry.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma