fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Lilja leggur mikla áherslu á að íþróttir fari af stað sem fyrst – Hefur rætt við Þórólf og Svandísi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 16:04

Lilja Alfreðsdóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, þingmaður Reykvíkinga og varaformaður Framsóknarflokksins leggur mikla áherslu á það að íþróttir fari aftur af stað innan tíðar.

Núverandi takmarkanir koma í veg fyrir það að íþróttir séu stundaðar á eðlilegan hátt. Íþróttamál heyra undir Lilju og hefur hún átt samtal um afléttinu, núverandi takmarkanir gilda til 15 apríl.

„Það er forgangsmál hjá stjórnvöldum að koma íþrótta- og æskulýðstarfi af stað enda er um mikilvægt lýðheilsumál að ræða. Það er brýn þörf á að virkja iðkendur og tryggja samfellu í æfingum íþróttafólks. Nú er markmiðið að íþróttastarf geti hafist samhliða sóttvarnarráðstöfunum,“ skrifar Lilja á Facebook.

©Anton Brink 2020

„Fram hefur komið að mikil þörf er á að fyrirsjáanleiki aukist um hvernig skipulagi verði háttað. Mikilvægt er að samræmi sé í takmörkunum í skólastarfi og íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt því að tryggja að skipulag íþróttastarfs sé sambærilegt í alþjóðlegu samhengi, eins og frekast er unnt. “

Lilja segist hafa átt samtal við Þórólf Guðnason og Svandísi Svavarsdóttur um málið. „Við í mennta- og menningarmálaráðuneytinu höfum í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalækni unnið að því að undirbúa að umrædd starfsemi geti hafist við fyrsta tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“