fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

10 ára stúlka hvarf sporlaust 2016 – Síðan barst símtal sem breytti rannsókn málsins algjörlega

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 04:19

Ana Loera. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. janúar á síðasta ári barst lögreglunni í Phoenix í Arizona símtal sem breytti rannsókn á hvarfi 10 ára stúlku, Ana Loera, algjörlega en hún hvarf sporlaust árið 2016 og hafði rannsókn lögreglunnar á hvarfi hennar ekki skilað neinum árangri.

Það var 11 ára stúlka sem hringdi og sagðist hafa verið ein heim í tvo daga og að hún væri svöng. Hún sagði einnig að hún ætti eldri systur, Ana Loera, sem hefði horfið 2016. People skýrir frá þessu.

Þegar lögreglumenn komu heim til hennar var eitt það fyrsta sem þeir sáu mannasaur á gólfum hússins. Stúlkan var strax tekin í umsjón félagsmálayfirvalda en hún var blá og marin um allan líkamann.

Hún sagði starfsfólki félagsmálayfirvalda að stjúpmóðir hennar, Maribel Loera væri mjög skapmikil og beitti hana ofbeldi. Þar á meðal hefði hún verið lamin með rafleiðslum og hrint á veggi. Þegar lögreglan spurði stjúpföður hennar, Rafael Loera, út í hvarf Ana Loera sagði hann að hún hefði verið ættleidd til Mexíkó. Þetta stemmdi ekki við það sem Maribel sagði því hún sagði að hún hefði verið ættleidd til Kólumbíu.

Tveimur dögum síðar voru tvö önnur börn hjónanna, fjögurra ára stúlka og níu ára drengur, einnig fjarlægð af heimilinu.

Rafael og Maribel Loera. Mynd:Lögreglan

Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um eld í húsi fjölskyldunnar. Rafael hafði þá helt eldfimum vökva á gólfin og kveikt í og reynt að taka eigið líf. Þegar slökkvilið kom á vettvang var Maribel að reyna að slökkva eldinn.

Þegar slökkvistarfinu var lokið gerðu slökkviliðsmenn skelfilega uppgötvun uppi á háaloftinu. Undir millivegg, sem hafði hrunið, voru mannabein. Rannsókn leiddi í ljós að þetta voru jarðneskar leifar Ana Loera sem hafði ekki sést síðan 2016 að sögn nágranna.

Rafael sagði í yfirheyrslum að Ana hefði veikst sumarið 2017, byrjað að kasta upp og fá krampa. Þau hafi hins vegar ákveðið að bíða í nokkra daga með að fara með hana á sjúkrahús. Þegar þau hafi loksins látið verða af því hafi hún látist í bílnum á leið á sjúkrahúsið. Hann sagði að í framhaldi af þessu hafi þau hjónin ákveðið að fela líkið uppi á lofti því þau óttuðust að félagsmálayfirvöld myndu taka hin börnin af þeim.

Heimili fjölskyldunnar eftir eldsvoðann. Mynd:Lögreglan

Arizona Central segir að saksóknarar telji að peningar geti hafa verið ástæðan fyrir þessari ákvörðun því hjónin fengu sem svarar til um 90.000 íslenskra króna á mánuði með hverju barni. Miðillinn hefur eftir Priscilla Marquez, móður Ana, að hún hafi gefið hana til ættleiðingar 2012 þar sem hún glímdi sjálf við eiturlyfjafíkn. Henni brá að vonum við fréttirnar af andláti dóttur sinnar. Í lok maí fór útför Ana fram. Bróðir hennar, Lauro 22 ára, ætlaði að flytja ræðu í útförinni en þegar hann sá myndir og myndbandsupptökur af Ana í athöfninni brotnaði hann algjörlega saman og gat ekki komið orði upp.

Loerahjónin eru í gæsluvarðhaldi og í síðustu viku var gefin út ákæra á hendur þeim fyrir morð að yfirlögðu ráði og ofbeldi gagnvart börnum. Að auki eru þau ákærð fyrir ósæmilega meðferð á líki og íkveikju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað