fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Tuchel: Ánægður með sigurinn í kvöld eftir tap gegn West Brom – ,,Færir okkur nær hvor öðrum og byggir upp traust“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 21:36

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea vann í kvöld 2-0 útisigur á Porto í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um var að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn fer fram þann 13. apríl næstkomandi.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var að vonum ánægður í leikslok.

„Þetta var erfiður leikur á móti sterku liði Porto. Það voru margir í kaflar í leiknum þar sem okkur gekk erfiðlega en við mættum því. Umhverfið er öðruvísi í 8-liða úrslitum, en andinn í hópnum var góður og þetta voru frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Tuchel eftir leik.

Chelsea tapaði gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni um síðastliðna helgi. Tuchel hafði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrif þess leiks fyrir leik kvöldsins, hann vissi að liðið myndi bregðast við.

„Ég var nokkuð viss um það. Ég sá strax viðbrögð frá þeim í búningsherberginu eftir leik og daginn eftir. Þetta var ekki mikið áhyggjuefni fyrir okkur, við vorum tilbúnir til að svara fyrir okkur. Í íþróttum muntu alltaf lenda í skakkaföllum en aðal spurningin er hvernig þú bregst við,“ sagði Tuchel.

Tuchel segir að liðið hafi gengið í gegnum margt saman.

„Við höfum upplifað mögnuð úrslit saman en við höfum einnig tapað saman og brugðist við saman eftir tap. Það færir okkur nær hvor öðrum og byggir upp traust.“

Mason Mount skoraði fyrsta mark leiksins en þetta var einnig hans fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu.

„Ég er mjög ánægður með að hann skyldi skora. Þetta er mikilvægt mark sem opnaði leikinn og róaði taugarnar. Þetta var ekki auðvelt skot en mjög nákvæmt, ég er mjög ánægður fyrir hönd Mason, hann tók ábyrgð,“ sagði Tuchel um frammistöðu Mason Mount í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hótanir Trump vegna HM næsta sumar vekja athygli – Talið ómögulegt að hann geti framkvæmt þetta

Hótanir Trump vegna HM næsta sumar vekja athygli – Talið ómögulegt að hann geti framkvæmt þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Í gær

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni