fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: PSG hafði betur gegn Evrópumeisturunum á útvelli – Chelsea í góðri stöðu gegn Porto

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 20:53

Kylian Mbappe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um var að ræða fyrri viðureignir í umferðinni. Paris Saint-Germain vann sterkan útivallarsigur á Bayern Munchen og þá vann Chelsea 1-0 útivallarsigur á Porto.

Porto og Chelsea mættust á Ramon Sanches-Pijzuan, heimavelli Sevilla, sökum Covid-19 takmarkana. Um var að ræða heimavallarleik Porto.

Fyrsta mark leiksins kom á 32. mínútu, það skoraði Mason Mount sem fékk stoðsendingu frá Jorginho og lék frábærlega á varnarmann Porto áður en hann kom boltanum í netið.

Ben Chilwell, bætti síðan við öðru mikilvægu útivallarmarki fyrir Chelsea á 85. mínútu og þar við sat.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Chelsea en liðin mætast aftur þann 13. apríl næstkomandi.

Porto 0 – 2 Chelsea
0-1 Mason Mount (’32)
0-2 Ben Chilwell (’85)

Evrópumeistararnir lentu í vandræðum á heimavelli

Það snjóaði á Allianz Arena í Þýskalandi er Evrópumeistarar Bayern Munchen og franska liðið Paris Saint-Germain mættust.

Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það kom á 3. mínútu. Þar var að verki Kylian Mbappe sem kom Paris Saint Germain yfir eftir stoðsendingu frá Neymar. Það er ljóst að Manuel Neuer, hefði geta gert betur í marki Bayern Munchen.

Á 28. mínútu tvöfaldaði Marquinhos forystu Paris Saint Germain með marki eftir stórkostlega sendingu frá Neymar inn fyrir vörn Bayern Munchen.

Rétt tæpum tíu mínútum síðar minnkaði Eric Maxim Choupo-Moting, muninn fyrir Bayern Munchen með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Benjamin Pavard. Staðan því orðin 2-1 fyrir Paris Saint Germain.

Mörkin héldu áfram að koma í seinni hálfleik. Á 60. mínútu jafnaði Thomas Muller, leikinn fyrir Bayern Munchen með marki eftir stoðsendingu frá Joshua Kimmich.

Bæjarar áttu hins vegar ekki eftir að verða jafnir Paris Saint Germain í langan tíma. Á 68. mínútu kom Kylian Mbappe, gestunum yfir í annað skipti í leiknum.

Þetta reyndist sigurmark leiksins sem lauk með 3-2 útisigri Paris Saint Germain. Gestirnir náðu í mikilvæg útivallarmörk fyrir seinni leik liðanna sem fer fram í París þann 13. apríl næstkomandi.

Bayern Munchen 2 – 3 Paris Saint Germain 
0-1 Kylian Mbappe (‘3)
0-2 Marquinhos (’28)
1-2 Eric Mexim Choupo-Moting (’37)
2-2 Thomas Muller (’60)
2-3 Kylian Mbappe (’68)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“