fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Segir andlega heilsu framhaldsskólanema vera í frjálsu falli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 07:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlegri heilsu framhaldsskólanemenda hefur hrakað síðustu árin að sögn Sigvalda Sigurðarsonar, verkefnastjóra hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Hann flytur erindi í dag á málþingi um líðan og hagi framhaldsskólanema ásamt Margréti Lilju Guðmundsdóttur, frá Rannsóknum og greiningu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Sigvalda að það sem tengist námi unga fólksins komi nokkuð vel út ekki sé hægt að segja það sama um það sem snýr að andlegri líðan. „Ég mun kynna niðurstöður könnunar sem við hjá SÍF framkvæmdum og Margrét mun kynna niðurstöður Rannsóknar og greiningar og þær sýna allar svart á hvítu hvernig andlegri heilsu nemenda hefur hrakað síðustu ár,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að niðurstöður rannsóknar SÍF sýni að um 8% nemenda í framhaldsskólum séu í áhættuhópi vegna COVID-19 og að 47% eigi náinn aðstandanda í áhættuhópi. „Þessi hópur nemenda er líklegri til að upplifa verri andlega heilsu en aðrir hópar og það þarf bæði að hlúa vel að honum og veita honum sveigjanleika,“ sagði hann.

Hann sagði mikla óvissu hafa einkennt námið í framhaldsskólum á síðustu önnum og það geti verið streituvaldandi fyrir nemendur. „Þetta er mikið álag á nemendur og til eru dæmi þess að nemendur sem ekki gátu eða ekki treystu sér til að mæta í skólann vegna þess að þau eða einhver náinn þeim voru í áhættuhópi, hafi verið bent á að skrá sig í fjarnám,“ sagði hann og bætti við að þetta geti orðið til að útgjöld nemenda aukist.

Hann sagði að 42% allra nemenda hefðu upplifað fjárhagserfiðleika og 70% þeirra sem eru á leigumarkaði. Hann sagði að mikilvægt sé að tryggja sálfræðiþjónustu í alla framhaldsskóla og að hún sé ókeypis. „Andleg heilsa er í frjálsu falli meðal þessa hóps. Biðlistar eftir sálfræðiaðstoð eru alltof langir og aðstoð á einkastofum er kostnaðarsöm og mikið álag er á náms- og starfsráðgjöfum. Það þarf að finna leiðir til að laga þetta,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“