fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Hvarf Anne-Elisabeth – Athygli lögreglunnar beinist að nýjum aðilum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 05:27

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli norsku lögreglunnar hefur að undanförnu beinst að nýjum aðilum í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018. Lögreglan gengur út frá því að hún hafi verið myrt og hefur eiginmaður hennar, Tom Hagen, legið undir grun um aðild að málinu. Hann neitar sök.

Norska ríkisútvarpið, NRK, segir að fólk, sem var kallað til yfirheyrslu sem vitni skömmu eftir hvarf Anne-Elisabeth, hafi að undanförnu verið beðið um frekari upplýsingar. Meðal annars hefur fólkið verið beðið um að afhenda lögreglunni gamla farsíma, fjárhagsupplýsingar og að veita lögreglunni aðgang að heimabönkum sínum. NRK segir að lögreglan hafi farið fram á þetta síðasta haust.

NRK segir einnig að önnur vitni hafi verið kölluð til yfirheyrslu á nýjan leik, tveimur og hálfu ári eftir að Anne-Elisabeth hvarf.

Aðalkenning lögreglunnar er að Anne-Elisabeth hafi verið myrt og að lausnargjaldskrafan, sem var sett fram, hafi aðeins verið liður í blekkingaraðgerð til að leyna morðinu. Telur lögreglan að Tom Hagen hafi átt hlut að máli og að ástæðan fyrir því hafi verið erfiðleikar í hjónabandinu. Hann neitar sök.

NRK segir að tvö af vitnunum, hið minnsta, sem athygli lögreglunnar beinist nú að hafi verið yfirheyrð áður. Segist NRK hafa heimildir fyrir að lögreglan hafi ekki fundið nein tengsl á milli Tom Hagen og hvarfs eiginkonu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá