fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Vísindamaður hjá WHO segir að slóðin að upptökum kórónuveirunnar liggi nú í eina átt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. mars 2021 05:19

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tel að SARSCoV-2 (kórónuveiran sem veldur COVID-19, innsk. blaðamanns) hafi í upphafi borist í fólk í suðurhluta Kína.“ Þetta segir Peter Daszak sem var í rannsóknarteymi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem fór til Wuhan í Kína til að rannsaka upptök heimsfaraldursins.

Í samtali við NPR sagði hann rannsóknarteymið hafi nú þrengt hringinn niður í þyrpingu bóndabæja í suðurhluta Kína. Á þessum bæjum hafi árum saman verið stundaðar tilraunir með eldi á villtum dýrum. Hann sagði að þar hafi framandi dýrum verið haldið föngnum og reynt að ala þau.

Hann sagði að vísbendingar væru komnar fram sem bendi til að dýr frá þessum bæjum hafi verið seld á hinum alræmda matarmarkaði í Wuhan þar sem kórónuveiran gaus upp og barst síðan um allan heim.

Hann sagði að ræktunin á bæjunum hafi verið stórt verkefni sem hafi verið unnið með stuðningi yfirvalda og fyrir fimm árum hafi 14 milljónir Kínverjar starfað við eitt og annað tengt ræktun á villtum dýrum.

Í febrúar á síðasta ári ákváðu kínversk stjórnvöld að hætta skyldi allri ræktun villtra dýra á þessum bæjum og var bændunum gert að lóga öllum dýrunum. Daszak sagði að þetta hafi verið mjög mikilvæg ákvörðun. Hann sagðist telja að á þessum bæjum hafi kórónuveiran borist í dýr úr leðurblöku og síðan í menn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli