fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Forsætisráðherra Frakklands segir landið vera í þriðju bylgju heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 22:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði á þingi í gær að Frakkland væri nú í þriðju bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fjöldi nýrra smita er nú kominn yfir 25.000 þegar litið er á meðaltal síðustu sjö daga. Svo mörg dagleg smit hafa ekki greinst síðan í nóvember.

Á þriðjudaginn tilkynntu frönsk stjórnvöld um 29.975 ný smit en það eru 4,5% fleiri smit en á þriðjudag í síðustu viku og mesta aukning í sex vikur.

Þetta veldur miklu álagi á sjúkrahús landsins og sumir af helstu sérfræðingum landsins í heilbrigðismálum tala nú ákaft fyrir að sóttvarnaaðgerðir verði hertar. Castex og Emmanuel Macron, forseti, segja báðir að lausnin sé að bólusetja en Frakkar eru, eins og svo margar aðrar Evrópuþjóðir, ekki komnir svo langt í að bólusetja fólk eins og til dæmis Bretar og Bandaríkjamenn.

Um átta prósent landsmanna hafa fengið fyrsta skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og fjögur prósent tvo skammta.

Breska afbrigðið, B117, er nú það afbrigði veirunnar sem er útbreiddast í Frakklandi. Það er meira smitandi en önnur afbrigði og er einmitt það afbrigði sem glímt hefur verið við hér á landi að undanförnu.

Á sjúkrahúsi í Lannion í Bretagne uppgötvuðu sérfræðingar nýlega nýtt afbrigði. Heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í gær. Það virðist vera erfiðara að greina það en önnur afbrigði en það fannst eftir fjöldi fólks fann fyrir einkennum kórónuveirusmits en pcr-sýni gáfu neikvæða niðurstöðu. Ekki er enn ljóst hvort þetta afbrigði er meira smitandi en önnur afbrigði eða hvort það veldur alvarlegri veikindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma