fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Fyrrverandi fylgdarkona segir „hentugt“ að vera með tvö leggöng – Auðveldara að aðskilja vinnu og einkalíf

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. mars 2021 08:42

Evelyn Miller.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi fylgdarkona segir að það hafi haft sinn kost að vera með tvö leggöng. Það hjálpaði henni að setja skýrari mörk á milli vinnu og einkalífsins.

Evelyn Miller uppgötvaði að hún glímdi við sjaldgæfan fæðingargalla, sem kallast „uterus didelphys“, þegar hún var tvítug. Hún er með tvö leggöng, tvo leghálsa og tvö leg. Fabulous Digital greinir frá.

Það þýðir einnig að hún fer á tvær blæðingar, í einu, og þarf að nota tvo túrtappa. Hún er gengin sex mánuði á leið með sitt fyrsta barn, þrátt fyrir að hafa fengið að heyra frá læknum að hún myndi eiga erfitt með barneignir. Barnið er í hægra legi hennar.

Hentugt

Evelyn, sem er í dag þrítug, segir að henni hafi þótt „hentugt“ að vera með tvö sett af æxlunarfærum.

Evelyn starfaði sem fylgdarkona í átta ár og segir að viðskiptavinum hennar hafi þótt heilkenni hennar „ótrúlegt.“

Einn viðskiptavinur hennar var kvensjúkdómalæknir og breytti tímanum þeirra í læknisskoðun. Annar viðskiptavinur spurði hvort hún hafi farið í „kynleiðréttingu sem klúðraðist.“

En Evelyn segir að ástand hennar hafi sína kosti, eins og hún er með meira úthald og aðskilja vinnu og einkalífið.

„Ætli það geti nokkuð margar konur sagt að þær noti ein leggöng fyrir vinnu og önnur fyrir einkalífið?,“ spyr hún.

„En þetta var hentugt fyrir úthaldið, ef ég var fullbókuð og var byrjuð að finna fyrir óþægindum í öðrum leggöngunum, þá gat ég alltaf notað hin. En þegar ég byrjaði í sambandi fannst mér betra að aðskilja þetta, nota önnur leggöng í vinnu og hin heima.“

Það er einhver munur á milli legganganna. Hún segir að hún sé hrifnari af þeim hægri, þar getur hún fengið fullnægingu. Þannig þau leggöng notar hún fyrir persónuleg sambönd sín.

Evelyn heldur nú úti OnlyFans-síðu og er með yfir 1700 áskrifendur sem greiða henni mánaðarlegt gjald fyrir klámfengið myndefni. Hún á von á sínu fyrsta barni í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur