fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Juan Carlos hyggst snúa aftur til Spánar eftir útlegð – Stoppar þó stutt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 21:00

Feðgarnir. Mynd: EPA-EFE/Juanjo Martin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juan Carlos, fyrrum Spánarkonungur, hyggst snúa aftur til Spánar eftir um sjö mánaða útlegð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann fann sig tilneyddan til að yfirgefa heimalandið vegna spillingamála og skattsvika hans sem hneyksluðu spænsku þjóðina. Með þessu vildi hann skapa ró í kringum konungsfjölskylduna. Tvær dætur hans hafa hneykslað þjóðina eftir að upp komst fyrir skömmu að þær höfðu látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar þær heimsóttu föður sinn. Þar með hafa gömul mál verið ýfð upp á nýjan leik.

Það er því líflegt í kringum spænsku konungsfjölskylduna þessa dagana. El Mundo segir að Juan Carlos, sem er 83 ára, hafi í hyggju að koma „heim“ í tengslum við kappsiglingu í Ria de Pontevedra þann 13. mars. Það var einmitt í siglingaklúbbnum í Sanzenzo sem hann eyddi síðustu dögunum áður en hann fór til Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

El Mundo segir að reiknað sé með að konungurinn fyrrverandi stoppi stutt og sé ekki að snúa alkominn aftur til Spánar.

Spænskir fjölmiðlar segja að Felipe VI, núverandi konungur og sonur Juan Carlos, sé ekki hrifinn af þessum fyrirætlunum föður síns og vilji ekki að hann snúi aftur til Spánar fyrr en hann hefur gert upp skuldir sínar við spænska skattinn. Spænska ríkisstjórnin hefur sömu skoðun á málinu.

Juan Carlos hefur síðustu mánuði greitt 5 milljónir evra til skattsins til að reyna að lagfæra orðspor sitt. Lögmaður hans segir að þessar greiðslur séu vegna vangoldinna skatta af ferðalögum og öðrum útgjöldum sem Juan Carlos hafi fengið greitt úr sjóði en ekki átt rétt á. Saksóknarar hafa lengi verið með málefni Juan Carlos til rannsóknar en hann er grunaður um að hafa tekið við mútum í tengslum við ýmsa samningagerð, þar á meðal við Sádi-Arabíu um háhraðalest. Svissnesk yfirvöld eru einnig að rannsaka það mál.

Juan Carlos var konungur á Spáni í 39 ár eða til 2014 þegar hann afsalaði sér krúnunni og Felipe tók við embættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“