fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Mörg þúsund Hong Kongbúar hafa sótt um sérstakt vegabréf sem opnar leiðina að breskum ríkisborgararétti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. mars 2021 17:30

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórtán dögum nýttu um 5.000 Hong Kongbúar  sér möguleikann á að sækja um sérstakt vegabréf sem opnar leið fyrir þá að breskum ríkisborgararétti. The Times skýrir frá þessu en bresk yfirvöld hafa ekki staðfest þessar tölur.

Breska ríkisstjórnin vill bíða í nokkra mánuði með að gera tölur um þetta opinberar en verkefnið er mjög umdeilt og hefur breikkað gjánna á milli Bretlands og Kína enn frekar. Samband ríkjanna hefur farið hríðversnandi síðan kínverska stjórnin samþykkti öryggislög sem veita yfirvöldum heimild til að taka hart á stjórnarandstæðingum og lýðræðissinnum í Hong Kong sem er fyrrum bresk nýlenda.

Vegabréfið sem um ræðir nefnist BNO-vegabréf en BNO stendur fyrir British National Overseas og var tekið upp sem hluti af samningi Kína og Bretlands um að Kína fengi yfirráð yfir Hong Kong. Upphaflega voru ýmsar kvaðir um hvernig fólk gat fengið þetta vegabréf. Það var til dæmis hægt ef fólk tengdist Bretlandi sögulegum fjölskylduböndum eða hefði starfað fyrir bresku krúnuna í langan tíma. Vegabréfið veitti handhöfum sérstök forréttindi í tengslum við ferðir til Bretlands og dvöl þar. 350.000 eru nú þegar með vegabréf sem þetta.

Breska ríkisstjórnin hefur nú rýmkað þær kröfur sem þarf að uppfylla til að geta fengið BNO-vegabréf og gert það að beinni leið til ríkisborgararéttar í Bretlandi. Hugsanlega geta allar 5,4 milljónir Hong Kongbúa sótt um BNO-vegabréf. Ekki er þó reiknað með svo mikilli ásókn í vegabréfið en breska ríkisstjórnin reiknar með um 300.000 umsóknum næstu fimm árin.

Vegabréfið hafði áður mest táknræna þýðingu og veitti engin sérstök forréttindi annað en að handhafar þeirra þurftu ekki vegabréfsáritun til Bretlands. Það veitti þó hvorki dvalar- né atvinnuleyfi. Breska ríkisstjórnin breytti þessu þann 31. janúar síðastliðinn til að bregðast við handtökum á lýðræðissinnum í Hong Kong. Segist breska ríkisstjórnin hafa siðferðilegum skyldum að gegna gagnvart íbúum Hong Kong og beri að vernda þá fyrir árásum kínverskra yfirvalda.

Kínverjar hafa brugðist illa við þess og segja að vegabréfið sé ekki lengur viðurkennt sem gilt vegabréf eða skilríki. Það skiptir svo sem ekki miklu máli því Hong Kongbúar geta notað persónuskilríki eða Hong Kong vegabréf sitt til að ferðast til og frá Kína. Kínverjar gagnrýna jafnframt fyrirætlanir Breta um að ætla að heimila mörg hundruð þúsund Hong Kongbúum að flytja til Bretlands og segja það ganga gegn samningum og alþjóðlegum sáttmálum. Þeir segja þetta vera merki um „timburmenn heimsvaldasinna“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta