fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Páll segir atburðarásina á Reykjanesskaga koma stöðugt á óvart

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 07:59

Hraunflæðispá Háskóla Íslands frá í gær, 04.03.2021. Mynd:Háskóli Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er mældist óróapúls sunnan við Keili á miðvikudaginn en slíkt er fyrirboði eldgoss en enn er ekki byrjað að gjósa á svæðinu. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að vísindamenn séu að reyna að átta sig á hvaða möguleikar eru í stöðunni og að þeir séu mjög margir.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Páli að atburðarásin komi vísindamönnum á óvart daglega.

Enn er mikil virkni á svæðinu en hún hefur færst í suðvestur frá Keili. Hefur Morgunblaðið eftir Páli að ekki sé nein leið að spá um hvert framhaldið verður því sérfræðingar eigi fullt í fangi með að reyna að skilja hvað gerðist eftir að óróapúlsinn mældist á miðvikudaginn.

Á gervihnattarmyndum sem ná frá 25. febrúar til 3. mars sést kvikugangur á milli Fagradalsfjalls og Keilis en þær sýna ekki verulega aukningu í kvikuhreyfingum í óróanum á miðvikudaginn. „Það hefði enginn orðið hissa þótt breytingarnar hefðu verið talsverðar og eitthvað hægt að ráða í þær. Það hefur verið kvikuhlaup en mjög lítið,“ er haft eftir Páli.

Samkvæmt nýrri hraunflæðispá vísindamanna við Háskóla Íslands er gert ráð fyrir fjórum svæðum þar sem gæti gosið. Þetta eru Fagradalssvæðið, Hauksvörðugjá, Móhálsadalur og Sýlingarfell sem er rétt norðan við Grindavík. Breytingin frá fyrri spám eru að skjálftavirknin hefur dreift úr sér og því eru fleiri svæði talin líkleg en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm