fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Vill að konur gangi um með byssur – Þetta er ástæðan

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 22:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orin Julie, 26 ára gömul kona frá Ísrael, hvetur konur til að ganga um með byssur til öryggis en Julie er fórnarlamb kynferðisofbeldis og spilar það stóran þátt í hvatningarorðum hennar til kvenna.

„Mér hefur verið nauðgað tvisvar á ævi minni. Fyrsta skiptið var þegar ég var átta ára, ég var misnotuð kynferðislega af eldri manni,“ segir Julie í viðtali sem The Sun birti í dag. „Það hafði virkilega mikil áhrif á mig, ég missti allt sjálfstraustið mitt og var hrædd við allt. Ég var alltaf hrædd við fullorðna, ég gat ekki treyst þeim.“

Þegar Julie var 15 ára gömul segist hún hafa orðið fyrir nauðgun aftur. Í það skiptið var gerandinn þáverandi kærastinn hennar sem var 18 ára gamall. „Eftir það gerði ég allt sem ég gat til að forðast hann. Ég varð þunglynd og var bara heima. Ég átti erfitt með námið mitt, þetta hafði áhrif á allt lífið mitt.“

Julie hafði það ekki í sér að greina frá ofbeldinu á þessum tíma og því opnaði hún sig ekki um það, hvorki fyrir fjölskyldu og vinum né lögreglu. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem hún ákvað að segja fólki frá því sem hafði gerst. Síðan þá hefur hún farið í sálfræðimeðferð en hún segir það hafa hjálpað sér mikið.

Þegar Julie var 18 ára gömul gekk hún til liðs við herinn í Ísrael. Þar var hún í þrjú ár sem hermaður og lærði að skjóta byssu og verja sjálfa sig. „Ég varð ástfangin af þjálfuninni, vopnunum og sjálfsvörninni,“ segir Julie sem fann þá í fyrsta skipti fyrir valdeflingu.

Eftir að hún hætti í hernum hélt Julie áfram að æfa og læra sjálfsvörn. Síðan þá hefur hún notað samfélagsmiðla til að koma skilaboðum sínum á framfæri en henni finnst að konur eigi að læra að verja sjálfa sig. Hún hefur þó áhyggjur af því að byssulögin í Ísrael séu of ströng en hún segir það vera erfiðara fyrir konur að fá byssur.

„Ég gat fengið byssu því ég var hermaður í þrjú ár en ég þurfti samt að ganga í gegnum langt og strangt ferli,“ segir Julie. „Landið mitt er líka að verða fyrir miklum árásum og konur ættu að geta varið sig sjálfar. Þegar ég geng út úr húsi með byssu finn ég fyrir öryggi og ég vil að aðrar konur finni fyrir því sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“