fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Jarðskjálfti í beinni í Gettu Betur

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 20:28

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálftahrinan hefur haldið áfram síðan hún hófst í gær en margir fundu fyrir nokkuð snörpum skjálfta nú rétt eftir klukkan 20 í kvöld. Samkvæmt Veðurstofunni var skjálftinn yfir 4,3 að stærð samkvæmt bráðabirgðatölum.

Á meðal þeirra sem fundu fyrir skjálftanum voru keppendur og stjórnendur Gettu betur en þau fundu fyrir jarðskjálfta í beinni útsendingu frá viðureign Verzlunarskólans og Menntaskólans við Hamrahlíð í kvöld. Jarðskjálftinn sem liðin og stjórnendurnir fundu fyrir átti sér þó stað á meðan þau voru ekki í mynd þar sem Menntaskólinn við Hamrahlíð var að sýna tónlistaratriði sitt þegar skjálftinn sem um ræðir átti sér stað.

„Við erum að finna fyrir þessum skjálftum,“ sagði Kristjana Arnarsdóttir, spyrill í Gettu betur, eftir að tónlistaratriði MH lauk.  „Já við fundum fyrir skjálfta hér en þú hélst ótrauð áfram eins og fagmanneskjan sem þú ert,“ sagði Laufey Haraldsdóttir, einn dómara í Gettu betur, í kjölfarið.  „Það er svolítið sérstakt, svona í beinni útsendingu að fá jarðskjálfta. Funduði fyrir þessu krakkar?“ spurði Kristjana svo liðin sem svöruðu bæði játandi. „Það eru allir klárir í að halda áfram reikna ég með, nema einhver hreyfi við mótmælum,“ sagði hún svo og las upp næstu spurningu eins og ekkert hefði í skorist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness