fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 21:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar lauk í kvöld með nokkrum leikjum. Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir samanlagðan 4-0 sigur á Real Sociedad og Leicester City datt óvænt úr leik eftir tap gegn Slavia Prag.

Manchester United tók á móti Real Sociedad á Old Trafford í Manchester. Heimamenn höfðu unnið fyrri leikinn 4-0 og voru því með örugga forystu fyrir seinni leikinn í kvöld.

Ekkert mark var skorað og því fer Manchester United áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir samanlagðan 4-0 sigur úr einvíginu.

Það urðu heldur betur óvænt úrslit á King Power vellinum í Leicester þar sem heimamenn lentu í kröppum dansi við Slavia Prag. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.

Það voru leikmenn Slavia Prag sem reyndust sterkari í kvöld. Lukas Provod kom gestunum yfir mað marki á 49. mínútu og Abdallah Dipo Sima innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki á 79. mínútu.

Leicester City er því úr leik eftir samanlagðan 2-0 ósigur gegn Slavia Prag, heldur betur óvænt úrslit.

Liðin sem eru búin að tryggja sér sæti í 16- liða úrslitum: Tottenham, Molde, Ajax, Arsenal, Granada, Rangers, Shakhtar, Villarreal, Young Boys, Dinamo Zagreb, Roma, Slavia Prag, AC Milan, Manchester United, Dynamo Kyiv, PSV

PSV 2 – 0 Olympiacos (Samanlagt 4-3 sigur PSV)
1-0 Zahavi (’23)
2-0 Zahavi (’44)
2-1 Koka (’88)

Bayer Leverkusen 0 – 2 Young Boys (Samanlagt 6-3 sigur Young Boys)
0-1 Siebatcheu (’48)
0-2 Fassnacht (’86)

Dinamo Zagreb 1 – 0 Krasnodar (Samanlagt 4-2 sigur D.Zagreb)
1-0 Orsic (’31)

Roma 2 – 1 Braga (Samanlagt 5-1 sigur Roma)
1-0 Dzeko (’24)
2-0 Carles Perez (’75)
2-1 Cristante (’88, sjálfsmark)
3-1 Borja Mayoral (’90+1)

Leicester 0 – 2 Slavia Prag (Samanlagt 2-0 sigur S.Prag)
0-1 Provod (’49)
0-2 Dipo Sima (’79)

AC Milan 1 – 1 Crvena Zvezda (AC Milan vinnur á útivallarmörkum, 3-3)
1-0 Kessié (‘9)
1-1 Ben Nabouhane (’24)

Manchester United 0 – 0 Real Sociedad (Samanlagt 4-0 sigur Man Utd)

Club Brugge 0 – 1 Dynamo Kyiv (Samanlagt 2-1 sigur D.Kyiv)
0-1 Buyalskiy (’83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn
433Sport
Í gær

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann