fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Freyr hreinskilinn – „Við munum sakna Heimis“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 20:30

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi, mun stýra liðinu í leik gegn toppliði Al-Sadd í katörsku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

Heimir getur ekki stýrt Al-Arabi í næstu leikjum eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum.

„Við munum klárlega sakna Heimis vegna þess að hann hefur frábæra nærveru. Við höfum reynt að hafa undirbúninginn fyrir leikinn eins venjulegan og kostur er á,“ sagði Freyr á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Hann segir að nú sé það undir leikmönnum komið að sanna sig.

„Þetta er gott tækifæri fyrir leikmennina til að sýna leiðtogahæfni sína. Það verða ekki stórvægilegar breytingar en fjarveru Heimis mun gæta. Við vonumst til að hann snúi aftur sem fyrst,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Al-Arabi.

Liðið hefur verið á góðu skriði síðustu vikur en eftir erfiða byrjun í deildinni hefur liðið náð vopnum sínum. Al-Arabi er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 16 leiki.

Freyr bættist við þjálfarateymi Heimis hjá Al-Arabi eftir að hafa lokið starfi sínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins sem lék á þeim tíma undir stjórn Erik Hamrén.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“