fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 22:00

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig. Þar sem bóluefnin gegn veirunni hafa aðeins hlotið samþykki til neyðarnotkunar geta hermenn hafnað bólusetningu. Þetta kom fram þegar hershöfðingi kom fyrir þingnefnd í vikunni.

Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, flokkar bóluefnin sem valfrjálsan kost því bandaríska lyfjastofnunin FDA hefur ekki enn veitt þeim fullt og endanlegt samþykki. John Kirby, talsmaður Pentagon, sagði að hlutfall þeirra hermanna sem ekki vilja láta bólusetja sig sé svipað og almennt í þjóðfélaginu. Hann sagði jafnframt að rúmlega ein milljón hermanna muni hafa fengið bóluefni í lok vikunnar. Hann tók sérstaklega fram að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi verið bólusettur.

Ríkisstjórnin hefur beðið herinn og þjóðvarðliðið, sem heyrir undir ríkin sjálf, um aðstoð við að bólusetja almenning.

Flestar bólusetningar eru skylda hjá hernum en þar sem COVID-19 bóluefnin hafa aðeins verið samþykkt til neyðarnotkunar er ekki hægt að skylda hermenn til að láta bólusetja sig með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá